Kristján Örn Kristjánsson (Kristinn Steinn Traustason)
Landsliðsmaðurinn Kristján Örn Kristjánsson, leikmaður Skanderbor í Danmörku, þarf að gangast undir aðgerð vegna kviðslits. Danska félagið staðfesti þetta en Kristján Örn datt úr landsliðshópnum rétt fyrir Evrópumótið í handbolta fyrr í janúar og ferðaðist ekki með liðinu til Frakklands og svo Svíþjóðar. Óljóst er hversu lengi Kristján verður frá en hann er annar landsliðsmaðurinn sem þarf að gangast undir aðgerð en Elvar Örn Jónsson þarf að gera slíkt hið sama eftir að hafa meiðst í sigri á Ungverjum síðastliðið þriðjudagskvöld.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.