Nýlega búin í hnéaðgerð – Vonast til að snúa aftur á völlinn sem fyrst
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir (Egill Bjarni Friðjónsson)

Handkastið heyrði aðeins í Hrafnhildi Hönnu Þrastardóttur sem er á mála hjá ÍBV og spurði hvað væri að frétta af meiðslum hennar og hvort við ættum ekki von á að sjá hana spila eitthvað meira á tímabilinu en hún spilaði einn leik fyrir áramót áður en hún fór svo í hnéaðgerð í desember.

Hrafnhildur Hanna er þrítug og hefur fengið sinn skerf af erfiðum meiðslum í gegnum tíðina. Hún er fædd og uppalin á Selfossi og á fjölda A-landsliðs leikja að baki, verið markadrottning í efstu deild og spilaði í 1 ár í Frakklandi frá 2019-2020 áður en hún samdi við ÍBV sumarið 2020. Hún starfar sem sjúkraþjálfari í Eyjum. Hún á sem kunnugt er 3 systkini sem öll eru á fullu í boltanum. Þau Hauk, Huldu Dís og Örn.

"Ég kom aðeins við sögu í einum leik fyrir áramót og spilaði nokkrar mínútur. Staðan á mér er ágæt, ég er búin að vera að glíma við mjög erfið hnémeiðsli síðan tímabilið 23/24 sem hélt mér utan vallar allt síðasta tímabil og gerir enn. Í desember fór ég svo í aðra hnéaðgerð sem ég er að vona að geri mér kleift að fara aðeins að auka við æfingar. Ég er enn bara að taka einn dag í einu í þessu og ekkert víst að ég nái að spila handbolta á einhverju leveli aftur, en við sjáum bara til. Það getur vel verið að þetta gangi vel núna og ég nái að koma aðeins inná völlinn þegar líður á tímabilið, það væri mjög gaman. Mér líður a.m.k vel í fætinum svona fyrst eftir þessa aðgerð svo ég er vongóð."

Hrafnhildur Hanna hélt svo áfram og hrósaði ÍBV liðinu í hástert.

"Það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með ÍBV liðinu í vetur og að fá að vera smá partur af hópnum. Þetta er skemmtilegur og samheldinn hópur með góða blöndu af yngri og eldri leikmönnum. Mjög gaman að fylgjast með vinnunni sem stelpurnar og þjálfarateymið leggja í hlutina og hvernig hún skilar sér inn á völlinn."

Það er ljóst að það yrði gríðarlegur styrkur fyrir ÍBV á næstu mánuðum ef að Hrafnhildur Hanna kemst í sitt fyrra form.

ÍBV situr í 2. sæti Olís deildar kvenna með 22 stig í 13 leikjum. Hafa einungis tapað 2 leikjum og ljóst að þær eru til alls líklegar í úrslitakeppninni ef þær halda áfram á sömu braut.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top