Rotaðist eftir leikinn – Læknateymið dældi í hann töflum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Elvar Örn og Einar Þorsteinn (Sævar Jónasson)

Einar Þorsteinn Ólafsson átti heldur betur mikinn þátt í sigri Íslands gegn Ungverjalandi í lokaleik Íslands í riðlakeppni Evrópumótsins á þriðjudaginn.

Eftir að hafa misst af fyrstu tveimur leikjum Íslands á mótinu vegna veikinda var hann óvænt kominn í leikmannahópinn fyrir leikinn gegn Ungverjum á kostnað Andra Más Rúnarssonar. Það átti heldur betur eftir að skila sér því íslenska liðið missti bæði Elvar Örn Jónsson og Ými Örn Gíslason útúr leiknum vegna meiðsla og rauðs spjalds.

,,Snorri tilkynnti mér það bara á fundi rétt fyrir leik og það kom mér örlítið á óvart, útaf veikindum mínum og hversu mikið ég var búinn að vera upp í rúmi seinustu daga,” sagði Einar átti ekki mikla orku eftir á tanknum eftir leikinn.

,,Þetta er allt að koma til, ég er að verða ferskari með hverjum deginum og verð vonandi 100% þegar leikurinn byrjar á morgun. Það fór mikil orka í það hjá mér að vera í stemningunni með strákunum á varamannabekknum og það var eiginlega verkefni dagsins en síðan finnur maður ekkert fyrir þessu þegar ég var kominn inná.”

,,Ég sló svo heldur betur niður eftir leikinn. Ég rotaðist í einhverja klukkutíma eftir leikinn. Læknateymið dældi í mig fullt af einhverjum töflum og einhverju dóti til að halda mér gangandi. Læknateymið hefur staðið sig virkilega vel og hjálpað mér í veikindunum.”

Einar viðurkennir að hann hafi beðið lengi eftir því að fá tækifæri með íslenska landsliðinu á stórmóti en þetta er hans þriðja stórmót í röð.

,,Maður vonar að þetta haldi áfram og næsti leikur skiptir alltaf meira máli. Ég þarf að einbeita mér og vera klár ef ég fæ að spila svona mikið. Ég þarf að beisla mig aðeins og ég þarf fyrst og fremst að geta spilað með liðsfélögum mínum. Þetta snýst ekki endilega hvað hentar mér eða hvað ég vil gera. Þetta þarf að smella saman og þetta smell vel saman með Elliða gegn Ungverjum en við höfum rætt saman hvað hentar okkur fyrir næsta leik og hvernig við ætlum að spila.”

Framundan er leikur gegn Króatíu í fyrsta leik Íslands í milliriðlinum í Malmö. Króatía mætir með bakið upp við vegg eftir skell gegn Svíum í lokaleik sínum í riðlakeppninni á miðvikudaginn.

,,Það er allt undir hjá Króötum og þegar það er allt undir hjá Krótöum þá verða þeir besta lið í heimi í þannig aðstæðum. En þeir hafa ekki 15 þúsund Króata með sér eins og í fyrra en samt er þetta bilað lið í svona kringumstæðum,” sagði Einar Þorsteinn í viðtali við Handkastið.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top