Þorsteinn Leó leikfær á morgun
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Þorsteinn Leó Gunnarsson (Sævar Jónasson)

Eins og Handkastið greindi frá á þriðjudaginn verður Þorsteinn Leó Gunnarsson, leikmaður Porto og Íslenska landsliðsins leikfær þegar Ísland hefur leik í milliriðli á morgun en fyrsti leikur er gegn Króatíu.

Þorsteinn, sem meiddist með félagsliði sínu í nóvember, hefur verið með íslenska hópnum allt mótið og æfði með liðinu í dag.

Hann kemur inn í hópinn í stað Elvars Arnars Jónssonar, sem meiddist í leiknum gegn Ungverjalandi og þá er athyglisvert að Elvar Ásgeirsson sem var kallaður inn í hópinn eftir meiðsli Elvars Arnar Jónssonar hefur ekki verið skráður í hópinn þegar þessi frétt er skrifuð.

Það verða því 17 leikmenn sem Snorri Steinn, landsliðsþjálfari, getur valið úr fyrir leikinn gegn Króatíu sem hefst klukkan 14:30 á morgun

Leikur Íslands og Króatíu hefst á morgun klukkan 14:30 í Malmö í Svíþjóð og það verður fróðlegt að sjá hvort Þorsteinn Leó verði í hópnum hjá Snorra Steini á morgun.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top