Vonbrigða tapið gegn Austurríki síðasti landsleikurinn
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Nemanja Ilic (Sina Schuldt / dpa Picture-Alliance via AFP)

Serbneski vinstri hornamaðurinn, Nemanja Ilic hefur lagt landsliðskóna sína á hilluna og leikið sinn síðasta landsleik fyrir serbneska landsliðið. Þetta tilkynnti hann á samfélagsmiðlinum Instagram eftir tap Serbíu gegn Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar.

Eftir ótrúlegan sigur Serba á Þjóðverjum í 2.umferðinni mistókst þeim að tryggja sér sæti í milliriðli með tapi gegn Austurríki í lokaumferðinni. Sá leikur var síðasti leikur Ilic í serbnesku treyjunni.

Ilic sem er fæddur árið 1990 hefur leikið með Fenix Toulouse í Frakklandi frá árinu 2013 að undanskildu einu tímabili með Barcelona tímabilið 2019 á láni.

Hann lék tæplega 140 landsleiki fyrir Serbíu og skoraði tæplega 400 mörk. Hann var markahæsti leikmaður Serbíu í tapinu gegn Austurríki með sex mörk sem reyndist hans síðasti landsleikur. Ilic skoraði níu mörk á Evrópumótinu.

,,Frá árinu 2012 hef ég notið þess heiðurs að keppa fyrir land mitt — borið merkið á bringunni, sungið þjóðsönginn og deilt vellinum með ótrúlegum liðsfélögum. Á ferðalaginu voru: frábærar stundir, mikilvægir sigrar, sársaukafullir ósigrar, bardagar og tilfinningar sem aldrei gleymast. Hvert verkefni og hver mínúta í þessari treyju hafði og mun alltaf hafa sérstaka þýðingu og ómælanlegan heiður. Það var  forréttindi fyrir mig að vera fyrirliði landsliðs Serba. Ég vil þakka öllum sem voru hluti af þessari ferð! Ég fer stoltur og þakklátur,“ skrifaði Ilić á Instagram.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top