Elvar Örn Jónsson ((Kristinn Steinn Traustason)
Elvar Örn Jónsson sem verður ekki meira með á Evrópumótinu eftir að hann handabrotnaði gegn Ungverjalandi og miklu munaði um hann í dag í varnarleik íslands og sérstaklega í fyrri hálfleiknum í dag en liðið fékk á sig nitján mörk. Magdeburg, félagslið Elvars Arnar, greindi frá því í dag að vegna meiðsla þessa 28 ára lykilmanns væri reiknað með því að hann yrði frá keppni í að minnsta kosti átta vikur. ,,Meiðsli Elvars eru auðvitað mikið áfall." sagði Bennet Wiegert, þjálfari Magdeburgar, í tilkynningu félagsins. Elvar Örn sem fór til Íslands daginn eftir að hann meiddist og hefur nú farið í aðgerð og er hann kominn aftur til Svíþjóðar þar sem hann ætlar að vera áfram í kringum liðið og veita hópnum stuðning þótt hann geti ekki verið inni í vellinum. ,,Ég mundi gera allt til að hjálpa strákunum." sagði Elvar Örn í viðtali við Vísi í dag en Ísland leikur við Svíþjóð á sunnudaginn og hefst leikurinn klukkan 17:00.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.