Kuzmanovic og Dagur geta glaðst eftir daginn (Damir SENCAR / AFP)
Milliriðill 2 sem við Íslendingar tökum þátt í hófst í dag með þremur leikjum. Íslensku strákarnir þurftu að sætta sig við 29-30 tap gegn Degi Sigurðssyni og lærisveinum hans frá Króatíu í fyrsta leik dagsins. Það var ljóst að leikplan íslenska liðsins var að leyfa skot að utan en skyttur Króatíu höfðu engan veginn verið að finna sig fram til þessa. Til þess að gera langa sögu stuttu voru skyttur Króata algjörlega á eldi og virtust öll skot þeirra að utan enda í netinu. Króatar nældu sér með sigrinum í sín fyrstu tvö stig í milliriðlinum en íslenska liðið er með bakið upp bið vegg eftir þetta tap. Sviss og Ungverjaland skildu svo jöfn 29-29 í öðrum leiks dagsins en bæði liðin komu stigalaus í milliriðilinn. Svissneska liðið var yfir lungað úr leiknum en glutruðu forskotinu niður á síðustu 10 mínútum leiksins þegar Ungverjar náðu 5-0 kafla til þess að komast yfir í 29-28 en Sviss náðu að jafna þegar 3 mínútur lifðu leiks. Meira var ekki skorað og lauk leiknum með jafntefli og því eru öll liðin í riðlinum komin á blað. Svíar tóku svo á móti Slóvenum í síðasta leik dagsins. Það voru Slóvenarnir sem höfðu óvænt frumkvæðið og voru þeir tveimur mörkum yfir í hálfleik 15-13. Svíarnir bættu hinsvegar sitt ráð i síðari hálfleik og komust fljott tveimur mörkum yfir. Leikurinn var síðan í jafnvægi en Svíarnir komust ekki langt frá Slóvenum. Lauk leiknum með 35-31 sigri Svíþjóðar sem tylla sér í leiðinni á toppinn í milliriðli 2. Úrslit dagsins:
Ísland - Króatía 29-30
Sviss - Ungverjaland 29-29
Slóvenía - Svíþjóð 31-35

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.