Ída Margrét Stefánsdóttir (Eyjólfur Garðarsson)
Í kvöld mættust Fram 2 og Grótta í Grill 66 deild kvenna en leikið var í Lambhagahöllinni.
Grótta byrjaði mun betur og voru komnar í 5-10 eftir rúmt korter. Áfram héldu þær í góðum gír og var staðan 11-16 í hálfleik.
Eftir korter í seinni hálfleik var staðan orðin 15-23. Fram stelpur náðu mest að minnka muninn niður í 5 mörk en nær komust þær ekki. Lokatölur urðu 25-31 fyrir Gróttu.
Grótta er því ennþá á góðu lífi í toppbaráttunni um 1. sætið í deildinni en HK eru fyrir ofan þær. Þónokkrar umferðir eru ennþá eftir og allt getur gerst.
Hjá Fram 2 var Sara Rún Gísladóttir markahæst með 6 mörk. Arna Sif Jónsdóttir átti flottan leik og var með 16 bolta varða.
Hjá Gróttu var Ída Margrét Stefánsdóttir með 10 mörk. Markvarslan hjá Gróttu skilaði þeim 13 boltum vörðum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.