Ísland (Johan NILSSON /AFP)
Ísland hóf leik í milliriðli nú fyrr í dag þdegar liðið spilaði á móti strákunum hans Dags Sigurðssonar í Króatíu. Strákarnir okkar voru langt frá sínu besta í fyrri hálfleik og þá sérstaklega varnarlega og marðverðirnir okkar náðu ekki að loka markinu. Staðan í hálfleik var 19-15 Króatíu í vil og var þetta orðið mjög erfitt fyrir síðari hálfleikinn að koma til baka en strákarnir komu gíraðir inn eftir hálfleik og reyndu allt til þess að fá eitthvað út úr leiknum en lokatölur voru 30-29 fyrir Króatíu og strákarnir okkur skyndilega komnir í erfiða stöðu hvað varðar undanúrslitin. Óðinn Þór Ríkharðsson og Ómar Ingi Magnússon skoruðu báðir átta mörk í dag. Orri Freyr Þorkelsson skoraði fjögur. Ellíði Snær Viðarsson þrjú og aðrir minna. Viktor Gísli Hallgrímsson varði aðeins sjö bolta og þá fékk Björgvin Páll Gústavsson nokkrar mínútur í dag en hann varði engan bolta. Næsti leikur er á Sunnudag þegar strákarnir mæta heimamönnum í Svíþjóð og hefst leikurinn klukkan 17:00.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.