Þorsteinn Leó G (Sævar Jónasson)
Þorsteinn Leó Gunnarsson kemur inn í leikmannahóp Íslands fyrir leik dagsins við Króatíu en hann er greinilega orðin heill heilsu og náð öllum kröfum læknateymis landsliðsins. 18 leikmenn eru í æfingahópi Íslands en aðeins 16 mega vera á leikskýrslu í hverjum leik. Einar Þorsteinn Ólafsson kom inn í hópinn í stað Andra Más Rúnarssonar í síðasta leik við Ungverjaland. Í þeim leik meiddist Elvar Örn Jónsson en Elvar Ásgeirsson var kallaður til æfinga í stað nafna síns. Þorsteinn Leó kemur nú inn í hópinn í stað Elvar Arnar Jónssonar og er einn 16 leikmanna Íslands á skýrslu. Þeir Andri Már Rúnarsson og Elvar Ásgeirsson horfa á leikinn úr stúkunni.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.