
Ásdís Halla verst Natösju Hammer í vetur. (Sævar Jónasson)
Stórleikur 14.umferðar í Olís-deild kvenna fer fram í Vestmannaeyjum á morgun þegar toppliðin tvö, ÍBV og Valur mætast klukkan 14:00. Farið var yfir þriggja marka sigur ÍBV gegn ÍR í Skógarselinu í síðustu umferð í síðasta þætti Handboltahallarinnar þar sem athyglin var beind að frammistöðu Ásdísar Höllu Hjarðar línumanns ÍBV. Þar var farið yfir frammistöðu hennar bæði varnar- og sóknarlega í leiknum og rætt hversu miklum framförum hún hefur tekið með liði ÍBV á tímabilinu. ,,Við töluðum um það í upphafi tímabils að það hafi vantað einhverja leikmenn í ÍBV liðið sem þurftu að taka til sín og gefa frá sér og það hefur Ásdís Halla svo sannarlega gert. Tölfræðin hennar varnarlega í þessum leik er galin,” sagði Einar Ingi Hrafnsson meðal annars um Ásdísi Höllu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.