
Andreas Wolff (SVEN SIMON / AFP)
Tveir leikir fóru fram í Herning í Danmörku í dag og er spennan í milliriðli 1 er gríðarlega mikil. Þýskaland,Frakkland og Danmörk eru að berjast um efstu tvö sætin sem gefur farseðil í undanúrslit. Þýskaland og Noregur mættust í leik sem var að ljúka en Noregur var með yfirhöndina í fyrri hálfleik og fóru inn í hálfleik með tveggja marka forskot en þá ákvað Andreas Wolff að kveikja á sér en sá átti stórkostlegan leik og Þjóðverjar unnu að lokum gríðarlega mikilvægan sigur 30-28 og eru efstir með sex stig en tveir risar bíða Alfreðs og hans mönnum, Danmörk og Frakkland. Fyrr í dag mættu heimamenn í Danmörku Spáni en heimamenn leiddu nánast allan leikinn og voru yfir í hálfleik 16-14. Danir settu í annan gír í síðari hálfleik og unnu að lokum 31-36 sigur. Næsta umferð riðilsins verður leikin á mánudag og spennan er gríðarleg. Úrslit dagsins: Frakkland - Portúgal 46-38
Spánn - Danmörk 31-36
Þýskaland - Noregur 30-28

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.