Frakkar slógu 12 ára gamalt met í dag
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Yanis Lenne (Sebastian Elias Uth / Ritzau Scanpix / AFP)

Frakkar fóru á kostum í fyrri hálfleik í leik gegn Portúgal sem nú er í gangi í milliriðli 1 á Evrópumótinu. Ríkjandi Evrópumeistarar Frakklands gerðu sér lítið fyrir skoruðu hvorki fleiri né færri en 28 mörk í fyrri hálfleik.

Staðan í hálfleik var 28-15 Frökkum í vil en liðið náði mest fjórtán marka forystu í fyrri hálfleik í stöðunni 27-13 og 28-14. Frakkland höfðu skorað 20 mörk eftir 20 mínútna leik og sáu Portúgalar ekki til sólar í fyrri hálfleiknum.

Með þessu sló Frakkar 12 ára gamalt met sem Pólverjar áttu en Pólland skoraði 26 mörk gegn Hvíta-Rússlandi í fyrri hálfleik á Evrópumótinu 2014.

Það sem gerir tölfræði Frakka enn ótrúlegri er að þeir þurftu einungis 32 skot til að skora þessi 28 mörk í fyrri hálfleik. Ótrúlegur fyrri hálfleikur Frakklands sem töpuðu gegn Danmörku í síðustu umferð og voru greinilega staðráðnir í að bæta það upp með góðri frammistöðu gegn Portúgal í dag.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top