Portúgali markahæstur – Ómar 16. markahæsti
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ómar Ingi Magnússon (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)

Ómar Ingi Magnússon er orðinn markahæsti leikmaður Íslands en hann og Óðinn Þór Ríkharðsson voru markahæstir í íslenska landsliðinu í eins marks tapi gegn Króatíu í Malmö í gær.

Nú er fyrsta umferðin í milliriðlunum lokið og er Francisco Costa leikmaður Portúgals markahæsti leikmaður mótsins með 39 mörk eftir fjóra leiki. Daninn, Mathias Gidsel kemur næstur með 34 mörk en Slóveninn, Domen Makuc kemur næst með 33.

Athygli vekur að tveir danskir leikmenn eru meðal fjögurra markahæstu leikmanna mótsins því Simon Pytlick er í 4.sæti með 31 mark skorað á mótinu. Samtals hafa því Mathias Gidsel og Simon Pytlick skorað 65 mörk í fjórum leikjum Danmerkur á mótinu.

Ómar Ingi Magnússon hefur skorað 23 mörk á mótinu en hann er 16. markahæsti leikmaður Evrópumótsins.

Hér að neðan má sjá lista yfir 20 markahæstu leikmenn EM.

SætiNafnLandLeikirMörk
1Francisco CostaPortúgal439
2Mathias GidselDanmörk434
3Domen MakucSlóvenía433
4Simon PytlickDanmörk431
5Giorgi TskhovrebadzeGeorgía329
6August PedersenNoregur428
7Filip KuzmanovskiNorður-Makedónía328
8Elias på SkipagøtuFæreyjar327
9Lenny RubinSviss426
10Jonáš JosefTékkland325
11Rutger ten VeldeHolland324
12Martim CostaPortugal424
13Renārs UščinsÞýskaland424
14Óli MittúnFæreyjar323
16Ómar Ingi Magnússon Ísland423
17Felix ClaarSvíþjóð422
18Zvonimir SrnaKróatía422
19Nikola RoganovićSvíþjóð421
20Ihor TurchenkoÚkraína321

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top