Handkastið Podcast (
Sérfræðingurinn er staddur í Malmö og hitti Snorra Stein Guðjónsson þjálfara íslenska landsliðsins og gerði upp eins marks tap Íslands gegn Króatíu sem fram fór í gær. Ísland tapaði leiknum 30-19 eftir að hafa verið 19-15 undir í hálfleik. Sérfræðingurinn spurði Snorra Stein meðal annars út í varnarleik Íslands í leiknum, hvenær Snorri Steinn fór að bregðast við vandamálunum, markvörsluna í leiknum en Snorri sagði það einföldun að klína dapri markvörslu alfarið á markverðina. Þá var Snorri steinn spurður út í seinni bylgjuna hjá Íslandi í leiknum og heilt yfir á mótinu sem hefur ekki skilað mörgum mörkum og langt í frá að vera í líkindum við seinni bylgjur hjá öðrum þjóðum sem eru í milliriðli keppninnar. Þá var Snorri spurður út í framlag Ómars Inga fyrirliða Íslands og eins besta leikmanns í heimi að margra mati í leiknum og í mótinu almennt og spilatíma Viggós Kristjánssonar á mótinu en Viggó er markahæsti leikmaður íslenska landsliðsins á síðustu tveimur stórmótum. Hægt er að hlusta á viðtalið hér að neðan og í öllum hlaðvarpsveitum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.