Hún er farin að eigna sér Úlfarsárdalinn
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ásdís Guðmundsdóttir (Sævar Jónasson)

14.umferðin í Olís-deild kvenna lýkur í dag með tveimur leikjum. Selfoss og ÍR mætast á Selfossi og fyrir norðan mætast KA/Þór og Fram.

Farið var yfir frækinn sigur Fram gegn Stjörnunni í 13.umferðinni í Handboltahöllinni síðasta mánudagskvöld þar sem Hörður Magnússon stýrir skútunni. Með honum voru þeir Einar Ingi Hrafnsson og Ásbjörn Friðriksson.

Teknir voru fyrir tveir leikmenn í liði Fram sem átti mjög góðan leik og voru báðir í Cell-tech kreatín liði Handkastsins. Þær Ásdís Guðmundsdóttir og Harpa María Friðgeirsdóttir.

,,Ásdís átti stjörnuleik á línunni og Fram náði mjög mikilvægum sigri gegn Stjörnunni og stöðvaði blæðinguna eftir misjafnt gengi,” sagði Hörður Magnússon.

,,Ásdís var algjör lukkufengur fyrir Fram og byrjar tímabilið frekar rólega. En að undanförnu hefur hún verið frábær. Halli hefur verið að kenna henni að rykkja undir tvist, sem Halli fann upp sjálfur sem leikmaður. Það er gaman að sjá hvað Ásdís er farin að eigna sér Úlfarsárdalinn með 8-10 mörkum í leik aftur og aftur,” sagði Einar Ingi Hrafnsson um Ásdísi Guðmundsdóttur.

,,Kaflinn þar sem Fram stingur Stjörnuna af, skorar Harpa þrjú mörk á stuttum tíma. Hún klárar nánast leikinn fyrir Fram og þá var ekkert aftur snúið. Hún skoraði átta mörk í þessum leik, við höfum aðeins rætt hana varðandi íslenska landsliðið fyrir jól. Arnar Pétursson var mættur í stúkuna og hann hefur örugglega verið ánægður að sjá hana. Hún var stórkostleg í þessum leik,” bætti Einar Ingi við.

Umræðuna og mörk Ásdísar og Hörpu Maríu má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top