Ísland – Ungverjaland áhorfsmesti handboltaleikur sögunnar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Bjarki Már Elísson (Johan Nilsson/TT / TT NEWS AGENCY / AFP)

Leikur Íslands gegn Ungverjalandi var vinsælasti handboltaleikur sögunnar á Íslandi þegar kemur að áhorfstölum. Rafrænar mælingar hófust árið 2008 og leikurinn setti nýtt met yfir meðaláhorf. Þetta segir í frétt frá RÚV sem er með sýningarréttinn af Evrópumótinu.

,,Svo virðist sem að landinn sé afar spenntur fyrir Evrópumóti karla í handbolta í ár. Leikur Íslands gegn Ungverjalandi nýverið er vinsælasti handboltaleikur frá upphafi þegar kemur að áhorfstölum. Leikurinn sló öll met í meðaláhorfi. Ísland gegn Ungverjalandi mældist með 59,6% meðaláhorf og 66,9% uppsafnað áhorf,” segir í frétt RÚV en tekið er fram að um bráðabirgðatölur séu um að ræða, sem stendur. 

Ísland unnu leikinn með einu marki en leikurinn tók hátt í tvo klukkutíma sem er afar langur tími miðað við handboltaleik en mikið var um að vera í leiknum sem orsökuðu tímalengd leiksins.

Mesta uppsafnaða áhorfið á íþróttaleik frá því að rafrænar mælingar Gallup hófust 2008 er á leik Íslands og Danmerkur í riðlakeppni EM 2010 í Austurríki, laugardaginn 23. janúar 2010, er 81,6% uppsafnað áhorf. Leikurinn hófst klukkan 19:05 og mældist 59,1% meðaláhorf á leikinn sem var mesta mælda meðaláhorfið á handboltaleik þar til það met var slegið gegn Ungverjum á þriðjudagskvöldið síðastliðið.

Árið 2008 hófust rafrænar mælingar sem þýðir að leikir Íslands á Ólympíuleikunum í Peking það ár hafi ekki verið í mælingum.

Sá íþróttaviðburður sem er trónir á toppnum yfir mesta meðaláhorf er leikur Íslands gegn Argentínu á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu sumarið 2018. Sá leikur var með 62,4% meðaláhorf og 71,4 uppsafnað áhorf.  Meðaláhorf er meðaláhorf á hverja mínútu leiksins en uppsafnað áhorf er hlutfall af fólki sem horfði í að minnsta kosti fimm mínútur samfleytt. 

Ísland verður í eldlínunni í dag klukkan 17:00 þegar strákarnir okkar mæta heimamönnum í Svíþjóð klukkan 17:00 í Malmö. Leikurinn verður að sjálfsögðu sýndur í beinni á RÚV.

Hægt er að lesa meira um málið hér.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top