
Ísland (Johan Nilsson/TT /AFP)
Ísland vann í kvöld sögulegan sigur á heimamönnum í Svíþjóð en leikurinn endaði 35-27 fyrir strákunum okkar og er sætið í undanúrslitin aftur komið í hendurnar á Íslensku strákunum og það var fagnað vel og innilega í Malmö Arena eftir leik og þegar lífið er yndislegt ómaði í höllinni þá ákvað RÚV að kötta á útsendinguna í miðjum fagnaðarlátum Íslands. Gísli Freyr Valdórsson, formaður handknattleiksdeildar Fram sendir RÚV gagnrýni á X síðu sinni eftir leikinn í kvöld. Ísland að vinna stórsigur á Svíum á EM í handbolta. En áður en fáum umfjöllun um það þarf sjónvarpsstöð ríkisins að sýna auglýsingar - og svo skjáauglýsingar. En áhugasamir geta fylgst með umræðu sérfræðinga á Instargram. pic.twitter.com/ut5K9DAhme

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.