Ítalía (Alessandro Tocco / NurPhoto via AFP)
Ítalía lauk keppni á Evrópumótinu með sigri á Pólverjum með einu marki í Kristianstad á þriðjudagskvöldið. Ítalía undir stjórn Bob Hanning, framkvæmdastjóra Füchse Berlin vann leikinn 29-28 eftir að hafa verið 15-13 yfir í hálfleik. Um sögulegan sigur var um að ræða fyrir ítalska liðið en þetta var fyrsti sigur Ítalíu á EM frá 1998 sem haldið var í Ítalíu. Evrópumótið sem nú er í gangi var fyrsta Evrópumótið sem ítalía hefur unnið sig inná í gegnum undankeppni. Síðasti sigur Ítalíu á lokamóti Evrópumótsins var gegn Makedóníu í leik um 11.sætið á EM 1998, 6.júní en Ítalía hafði betur í þeim leik eftir framlengingu. Staðan var jöfn 23-23 eftir venjulegan leiktíma. Ítalía hafði betur gegn Svíþjóð í riðlakeppninni í sömu keppni 29-28 í lokaleik riðilsins en tólf þjóðir léku á mótinu í tveimur sex liða riðlum. Sigur Ítalíu gegn Svíþjóð fór fram 4. júní 1998 sem er í raun síðasti sigur liðsins á EM eftir venjulegan leiktíma fram að sigrinum gegn Póllandi í vikunni. Það liðu því 10.092 dagar frá sigri Ítalíu gegn Svíþjóð 4.júní 1998 til 20. janúar 2026 þegar liðið vann Pólland í Kristianstad.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.