Frammistaða Viggós í heimsklassa
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Viggó Kristjánsson (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)

Ísland sigraði Svíþjóð á sunnudaginn í Malmö 35-27 í hreint út sagt frábærum leik hjá liðinu. Frammistaða Viggós Kristjánssonar var til umræðu í Handkastinu beint eftir leikinn.

Stymir sagði að innkoma hans í leikinn hafi verið stórkostleg eftir að Viggó hafði nánast verið frystur á bekknum allt mótið. ,,Hann skorar 11 mörk úr 11 skotum, þar af 6 úr vítum og gerir grín að mörkmönnum Svíþjóð í þessum leik."

Einar Ingi segir að það sé orðið greinilegt að Viggó sé orðin vítaskytta númer 2 í liðinu því hann fær kallið á punktinn strax og Ómar klúðrar sínu vítu snemma í leiknum. ,,Hann kemst fljótt inn í leikinn þrátt fyrir að byrja á bekknum og það gefur Snorra tækifæri á að sjá hann og sjá að Viggó er með sjálfstraust í vítunum."

Einar var handviss um að uppleggið fyrir leikinn hafi verið þannig að ef Ómar væri ekki að finna sig myndi Viggó fá sénsinn. Ásgeir tók undir það og sagði að varnarframmistaða Viggós í leiknum hafi verið í heimsklassa eins og hjá öllu liðinu.

Ásgeir var einnig ánægður að sjá Snorra Stein nýta breiddina í liðinu því allir í íslenska liðinu væru í heimsklassa en sagðist þó ekkert vera viss um að Snorri muni halda áfram að rúlla á liðinu. ,,Snorri mun held ég ekki breyta hugmyndafræði sinni út frá þessum leik en hann hefur trú á öllum sínum leikmönnum og gefur þeim öllum tækifæri í mismiklum mæli."

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top