
Viggó Kristjánsson (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)
Viggó Kristjánsson átti stórleik þegar Ísland vann sögulegan sigur á Svíþjóð í gær og skoraði Viggó ellefu mörk og var með hundrað prósent skotnýtingu. Viggó snéri sig ílla undir lok leiks í gær en Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari Íslands staðfesti að hann yrði leikfær á morgun þegar Handbolti.is ræddi við Snorra í dag. ,,Viggó er laskaður eftir leikinn í gær en hann er allur með í leik á morgun. Við fylgjumst bara grannt með honum og höldum honum í meðhöndlun hjá okkar sjúkraþjálfurum allan sólarhringinn ef því er að skipta,“ sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari Ísland á tvo leiki eftir í milliriðlinum en næsti leikur er á morgun klukkan 14:30 þegar við mætum Sviss í Malmö Arena.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.