Þetta er eins og óboðinn gestur eigi notalega stund með eiginkonu þinni
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ísland fans (Johan Nilsson/TT / TT NEWS AGENCY / AFP)

Sænski blaðamaðurinn, Rasmus Andersson ritar pistil á heimasíðunni Svenskafans.com eftir sigur Íslands gegn Svíþjóð í Malmö Arena í gær. Íslenska landsliðið fór illa með sænska landsliðið og uppskar átta marka sigur 35-27 eftir að hafa verið 18-12 yfir í hálfleik.

Eftir áhlaup Svía í seinni hálfleik þar sem liðið minnkaði muninn í eitt mark þá gaf íslenska liðið aftur í og uppskar sanngjarnan og sannfærandi sigur og mikilvæg tvö stig. Framundan eru tveir leikir í milliriðlinum, gegn Sviss og Slóveníu. Sigrar í þeim leikjum tryggja íslenska landsliðinu sæti í undanúrslitum Evrópumótsins.

Rasmus Andersson fer yfir leikinn í pistli sínum en hann skrifar síðan athyglisverðan punkt sem snerist að stuðningi sænsku áhorfendanna í stúkunni en sænskir áhorfendur voru hátt í 7000 á meðan íslensku stuðningsmennirnir voru í kringum 2500.

,,Það er ekki handboltinn sem hræðir mig. Það er ekki taktík, ekki varnarleikurinn, ekki misnotuð færi. Það er hvernig Svíþjóð var vanvirt. Við urðum fyrir ofbeldi og samþykktum ofbeldið sem undirgefið fórnarlamb.”

,,Íslenskir stuðningsmenn tóku Malmö Arena yfir í kvöld. Og við leyfðum því að gerast. Það var sársaukafullt að upplifa mótsleik á heimavelli en upplifa eins og þú værir á útivelli. Þetta er eins og að labba inn í eigin stofu og uppgötva að einhver annar hafi þegar sett upp fána, tekið sófann og hækkað í tónlistinni ásamt því að eiga notalega stund með eiginkonu þinni.”

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top