Arnoldsen sást með leikmönnum Danmerkur
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Thomas Arnoldsen (HENNING BAGGER / Ritzau Scanpix via AFP)

Það voru heldur betur óvænt tíðindi að berast frá Danmörku en TV 2 Sport í Danmörku greinir frá því að það hafi sést til Thomas Arnoldsen leikmanns Álaborgar með leikmönnum danska landsliðsins í Herning í dag.

Thomas Arnoldsen hefur ekki verið hluti af danska landsliðshópnum á Evrópumótinu hingað til en hann er á 35 mannalista Danmerkur. Arnoldsen meiddist illa á hné í leik með Álaborg í Meistaradeildinni fyrir áramót en Handkastið greindi frá því í síðustu viku að hann sneri til baka og átti ótrúlega frammistöðu í æfingarleik Álaborgar gegn Vendsyssel síðasta fimmtudag.

Í kjölfarið var Arnoldsen spurður að því hvort hann gerði ráð fyrir því að vera kallaður inn í danska landsliðshópinn á Evrópumótinu. Hann vildi lítið segja til um það en hélt því opnu og sagðist vera klár ef Nikolaj Jacobsen þjálfari Danmerkur hefði not fyrir hann.

Arnoldsen var í danska landsliðshópnum sem vann til gullverðlauna á heimsmeistaramótinu fyrir ári síðan og einnig í hópnum sem vann til gullverðlauna á Ólympíuleikunum í París sumarið 2024.

TV 2 Sport greinir frá því að dönsku landsliðsmennirnir hafi nýtt frítímann í dag og skellt sér í bíó. Þar hafi sést til Thomas Arnoldsen ásamt leikmönnum danska landsliðsins og hefur það vakið umtal og spurningar vaknað hvort búið sé að kalla Arnoldsen inní danska hópinn þó svo að ekki sé búið að gefa það út.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top