EM í dag – Ungverjar til bjargar á ögurstundu!
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ungverjar komu Íslandi til bjargar (Anne-Christine POUJOULAT / AFP)

Ungverjar komu öllum að óvörum í kvöld og náðu mögnuðu jafntefli gegn heimamönnum í Svíþjóð! Úrslitin þýða það að með sigri Íslands á Slóveníu á morgun er liðið komið í undanúrslit!

En þá að leiknum, Svíar fóru hægt af stað rétt eins og Íslendingar og virkuðu taugatrekktir vitandi að þeir kæmust í lykilstöðu með sigri. Ungverjar voru hins vegar pressulausir og spiluðu einfaldlega sinn leik.

Leikurinn var mjög jafn í fyrri hálfleik og liðin skiptust á að taka forystuna en undir lok fyrri hálfleiksins náðu Ungverjar smá áhlaupi og voru tveimur mörkum yfir, 14-16 þegar gengið var til búningsklefa.

Svíarnir byrjuðu miklu betur í síðari hálfleiknum og eftir aðeins sjö mínútna leik voru þeir komnir yfir, 20-19 og héldu þá margir að heimamenn myndu gefa ennþá meira í og klára leikinn. En Ungverjar voru ekki á þeim buxunum, þeir héldu áfram að gefa allt í leikinn og náðu að komast yfir þegar minna en þrjár mínútur voru eftir. Þeir misstu mann af velli þegar tvær mínútur voru eftir og voru einum færri undir lok leiksins en náðu samt sem áður að halda út en loka mínútan var æsispennandi. Ungverjar fengu dæmdan á sig ruðning með engan í markinu þegar nokkrar sekúndur voru eftir í stöðunni 32-32. Andreas Palicka markmaður Svía sá autt markið og lét vaða en boltinn rétt framhjá markinu og þar við sat! Lokastaðan 32-32 sem þýðir að Ísland er í öðru sæti með betri innbyrðisstöðu gagnvart Svíum!

Staðan er skýr - sigri Ísland gegn Slóveníu á morgun fara þeir í undanúrslit, allt annað þýðir að við þurfum aftur að treysta á önnur lið!

Úrslit dagsins:

Ísland 38-38 Sviss

Slóvenía 25-29 Króatía

Svíþjóð 32-32 Ungverjaland

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top