Gísli Þorgeir gagnrýnir fyrirkomulag EM
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Gísli Þorgeir Kristjánsson (Sævar Jónasson)

Gísli Þorgeir Kristjánsson leikstjórnandi íslenska landsliðsins gagnrýndi fyrirkomulagið á Evrópumótinu í viðtali við TV 2 í Danmörku. 

Ljóst er að liðin í milliriðli 2 þar sem Ísland leikur, leika tvo leiki á tveimur dögum í dag og á morgun á meðan liðin í milliriðli 1 leika alltaf annan hvern dag. Þess fyrir utan þá fer milliriðill 2 fram í Malmö í Svíþjóð en milliriðill 1 er leikinn í Herning þar sem úrslitahelgin fer fram.

Það er því ljóst að þær þrjár þjóðir sem ferðast frá Malmö til Herning í úrslitahelgina munu eyða hvíldardegi sínum eftir tvo leiki á tveimur dögum í að ferðast frá Malmö til Herning, degi fyrir mikilvæga leiki þjóðanna á Evrópumótinu. Á föstudaginn verður leiknir tveir leikir í undanúrslitum auk þess sem leikið verður um 5. sætið á mótinu.

,,Þetta er frekar skrítið fyrir okkur sem erum í milliriðli 2. Þetta er eins fyrir okkur öll en þegar við berum saman er skrítið að við þurfum að spila tvo daga í röð á meðan hinn riðillinn fær frídag. En svona er þetta bara,” sagði Gísli í samtali við TV 2 í Danmörku er hann var spurður út í fyrirkomulagið á EM. Hann segir að þetta gæti haft áhrif í stóru leikjunum á föstudaginn. Þess má til gamans geta að Ísland fékk tvo hvíldardaga í aðdraganda leiksins gegn Króatíu á meðan Króatía fékk einungis einn dag í hvíld eftir lokaleik sinn í riðlakeppninni.

,,Þetta mun klárlega hafa einhver áhrif. Ég held að það taki fjóra til fimm tíma að ferðast á milli og það er eftir leik þar sem maður hefur yfirleitt sofið illa. En þetta er eins og það er. Ég ætla ekki að kvarta of mikið og við getum ekki breytt þessu.“

Í svari EHF, Handknattleikssambands Evrópu, til TV 2 segir að þátttökuliðin á EM hafi vitað hvernig fyrirkomulagið á mótinu yrði með löngum fyrirvara.  Í svarinu segir einnig að riðlakeppnin í Malmö hófst síðar en aðrir riðlar, 17. janúar, og liðin sem komu frá Osló og Kristianstad, eins og Ísland, hafi fengið auka dag áður en keppni í milliriðli II hófst.

Ísland mætir Sviss í Malmö Arena í dag klukkan 14:30 og síðan Slóveníu á morgun á sama tíma. Ísland er í bílstjórasætinu og dugar að vinna báða leikina til að tryggja sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top