Ísland þarf að treysta á önnur úrslit
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ísland (Johan NILSSON /AFP)

Ísland og Sviss skildu jöfn, 38-38, í þriðja leik sínum í milliriðli tvö á Evrópumótinu en það vantaði allan kraft í varnarleikinn og má segja að Ísland hafi verið heppið að ná jafnteflinu í dag.

Íslensku strákarnir voru nálægt því að stela sigrinum en fóru ílla að ráði sínu í loka sókn leiksins og þessi úrslit þýða að við þurfum að treysta á að Slóvenía vinni Króatíu í leik sem fer fram núna klukkan 17:00.

Ellíði Snær Viðarsson og Orri Freyr Þorkelsson voru markahæstir með átta mörk. Viggó Kristjánsson skoraði sjö. Gísli Þorgeir Kristjánsson skoraði fimm og aðrir minna.

Viktor Gísli Hallgrímsson varði sjö bolta og Björgvin Páll Gústavsson varði þrjá bolta.

Ísland leikur sinn loka leik í milliriðlinum á morgun þegar Ísland leikur mögulega sinn síðasta leik á mótinu í ár.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top