Sérfræðingar eru gáttaðir af ákvörðun Alfreðs Gíslasonar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Alfreð Gíslason (Swen Pförtner / dpa Picture-Alliance via AFP)

Það virðist enginn geta skilið þá ákvörðun Alfreðs Gíslasonar þjálfara þýska landsliðsins að hafa ekki byrjað með Andreas Wolff í marki Þjóðverja í tapi liðsins gegn Danmörku á mánudagskvöldið. Andreas Wolff átti frábæra frammistöðu í marki Þjóðverja í leiknum á undan er liðið vann Noreg.

Þar varði Wolff rúmlega 20 skot og hélt Þjóðverjum lengi vel á floti í leiknum. David Späth lék hinsvegar mest megnis allan leikinn í tapinu gegn Danmörku í kjölfarið en það er ekki hægt að kvarta svosem yfir hans frammistöðu í leiknum. Gunnar Birgisson íþróttafréttamaður á RÚV lýsti leik Þjóðverja og Danmerkur á RÚV og undraðist oft á tíðum yfir þessari ákvörðun í lýsingu sinni. Hann var farinn að hallast á að eitthvað væri að, Wolff og það væri ástæðan fyrir því að hann væri ekki að spila.

Það hinsvegar breyttist skyndilega þegar Alfreð setti Wolff í mark Þjóðverja síðustu 10 mínútur leiksins en þá hafði Danmörk náð góðu forskoti sem þeir létu aldrei af hendi. Alfreð hefur hvergi verið spurður út í þessa ákvörðun sína af erlendum fréttamönnum.

Framundan er úrslitaleikur Þjóðverja gegn Þýskalandi um sæti í undanúrslitum Evrópumótsins. Þjóðverjum dugar jafntefli í leiknum.

Stefan Kretzschmar, fyrrverandi stjarna þýska landsliðsins, segir að hann búist við því að Wolff byrji  í markinu gegn Frakklandi. Hann tjáði sig í viðtali í Dyn-þættinum Harzblut:

,,Ef  Wolff byrjar ekki þar, þá trúi ég ekki á neitt lengur. Ég myndi  missa trú á öllu ef Wolff byrjar ekki leikinn,“ sagði Kretzschmar og Mimi Kraus annar fyrrverandi landsliðsmaður Þjóðverja tók undir orð Kretzschmar

„Ef Wolff byrjar ekki, ætla ég að fara úr fötunum og yfirgefa skjáinn,” sagði Kraus í gríni.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top