Sjáðu skotið sem heldur íslenska draumnum á lífi
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Andreas Palicka (Beate Oma Dahle / NTB / AFP)

Eftir jafntefli gegn Sviss hjá Strákunum okkar fyrr í dag 38-38 var ljóst að íslenska liðið þurfti að treysta á hagstæð úrslit úr öðrum leikjum í milliriðlinum til að eiga enn möguleika á sæti í undanúrslitum Evrópumótsins.

Þau hagstæðu úrslit komu í leik Svíþjóðar og Ungverja í lokaleik kvöldsins er liðin gerðu jafntefli 32-32 eftir að Ungverjar höfðu verið yfir 16-14 í hálfleik.

Loka mínútur leiksins voru æsispennandi. Ungverjar virtust vera í lokasókn leiksins en fengu dæmdan á sig ruðning þegar nokkrar sekúndur voru eftir af leiknum, manni færri og með engan í markinu. Andreas Palicka markvörður Svía tók skot yfir allan völlinn... sem endaði í hliðarnetinu að utanverðu.

Úrslitin þýða það að nú eru Ísland og Króatar í bílstjórasætinu fyrir lokaumferðina sem fer fram á morgun. Ísland mætir Slóveníu í lokaleik sínum í milliriðlinum og þurfa einungis að treysta á sjálfan sig og vinna þann leik til að tryggja sæti í undanúrslitum Evrópumótsins sem fara fram í Herning í Danmörku á föstudaginn.

Hér að neðan má sjá skot Palicka sem geigaði og hélt íslenska draumnum á lífi... í bili.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top