Tjáir sig um mögulega endurkomu Arnoldsen
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Nikolaj Jacobsen - Danmörk (BO AMSTRUP / Ritzau Scanpix via AFP)

Nikolaj Jacobsen þjálfari danska landsliðsins hefur tjáð sig um þann möguleika á að Thomas Arnoldsen leikmaður Álaborgar verði kallaður inn í danska landsliðshópinn fyrir úrslitahelgina í Herning næstu helgi.

Danmörk hefur tryggt sér sæti í undanúrslitum Evrópumótsins eftir sigur á Þjóðverjum í gær. Danir mæta Noregi í lokaleik sínum í milliriðlinum á morgun áður en undanúrslitaleikurinn verður spilaður í Herning á föstudaginn.

„Thomas Arnoldsen hefur verið í okkar plönum og er það enn. Við fengum jákvæð viðbrögð frá Álaborg um að hlutirnir séu að ganga vel,“ sagði Nikolaj Jacobsen við TV 2 Sporten en Thomas Arnoldsen er að koma til baka eftir meiðsli sem hann hlaut í leik með Álaborg í Meistaradeildinni fyrir áramót.

Vangaveltur um endurkomu hans í danska landsliðið vöknuðu er hann lék sinn fyrsta æfingarleik með Álaborg eftir meiðslin í síðustu viku gegn Vendsyssel þar sem hann fór á kostum í leiknum.

Danir eiga möguleika á að bæta við sig einum leikmanni til viðbótar í sinn hóp á Evrópumótinu. Nikolaj Jacobsen segir það ekkert leyndarmál að það sé möguleiki á því að Arnoldsen verði kallaður inn í hópinn. Það sé þó engin ástæða til að gera það strax en hlutirnir séu fljótir að breytast.

Handkastið greindi frá því í dag að það hafi sést til Thomas Arnoldsen ásamt leikmönnum danska landsliðsins í Herning í dag.

Arnoldsen sást með leikmönnum Danmerkur.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top