Handkastið hefur tekið saman allar þær sviðsmyndir sem geta komið upp í lokaumferð milliriðla Evrópumótsins sem fram fer í dag. Fyrstu leikir dagsins hefjast klukkan 14:30 síðan klukkan 17:00 og lokaleikir dagsins fara fram klukkan 19:30. Leikið er í Malmö og í Herning.
Leikjadagskrá dagsins:
14:30 Slóvenía - Ísland (RÚV)
14:30 Spánn - Portúgal (RÚV 2)
17:00 Króatía - Ungverjaland (RÚV)
17:00 Þýskaland - Frakkland (RÚV 2)
19:30 Danmörk - Noregur (RÚV 2)
19:30 Sviss - Svíþjóð (ruv.is og RÚV appið)
Milliriðill 1
Danmörk hefur tryggt sér sæti í undanúrslitum.
Þýskaland:
- Komast í undanúrslit ef þeir vinna sinn leik gegn Frökkum.
- Spila um 5.sætið ef þeir tapa gegn Frökkum.
Frakkland:
- Komast í undanúrslit ef þeir vinna sinn leik gegn Þjóðverjum.
- Spila um 5.sætið ef þeir:
- Gera jafntefli gegn Þýskalandi
- Tapa gegn Þjóðverjum og Spánn og Portúgal gera jafntefli og Noregur vinnur ekki sinn leik
Noregur:
- Spilar um 5.sætið ef þeir:
- Vinna leikinn gegn Dönum og Frakkar tapa og Portúgal vinnur ekki sinn leik
- Vinna leikinn gegn Dönum og Frakkar tapa og ef Noregur endar með betri markatölur en Portúgal. Portúgal er með -8 í markatölu fyrir leikinn og Noregur -5
Portúgal:
- Spilar um 5.sætið ef þeir:
- Vinna leikinn gegn Spánverjum OG Frakkar tapa og Noregur vinnur ekki sinn leik
- Vinna leikinn gegn Spánverjum og Frakkar tapa og ef Portúgal endar með betri markatölu en Noregur. Portúgal er með -8 í markatölu fyrir leikinn og Noregur -5
Spánn:
- Spilar um 5.sætið ef þeir vinna Portúgal og Frakkland og Noregur tapa sínum leikjum
Milliriðill 2
Króatía:
- Komast í undanúrslit ef þeir:
- Vinna Ungverjaland
- Gera jafntefli við Ungverja og annað hvort Ísland eða Svíþjóð vinna ekki
- Tapa gegn Ungverjum og annað hvort Ísland eða Svíþjóð tapa
- Spila um 5.sætið ef þeir:
- Gera jafntefli gegn Ungverjum og Ísland og Svíþjóð vinna sína leiki
- Tapa gegnum Unverju og Ísland og Svíþjóð gera jafntefli
Ísland:
- Komast í undanúrslit ef þeir:
- Vinna Slóveníu
- Gera jafntefli gegn Slóveníu og Svíþjóð vinnur ekki Sviss
- Spila um 5.sætið ef þeir:
- Gera jafntefli gegn Slóveníu og Svíþjóð vinnur
- Tapa gegn Slóveníu og Svíþjóð tapar gegn Sviss
Svíþjóð:
- Komast í undanúrslit ef þeir:
- Vinna Sviss og Ísland vinnur ekki
- Jafntefli gegn Sviss og Ísland tapar
- Vinna Sviss og Króatía vinnur ekki
- Jafntefli gegn Sviss og Króatía tapar
- Spila um 5.sætið ef þeir:
- Vinna Sviss og Ísland og Króatía vinna sína leiki
- Jafntefli gegn Sviss og Ísland og Króatía vinna eða gera jafntefli
- Tapa gegn Sviss og Slóvenía tapar gegn Íslandi
Slóvenía:
- Komast í undanúrslit ef þeir vinna Ísland og Svíþjóð tapar
- Spila um 5.sætið ef þeir vinna Ísland og Svíþjóð vinnur eða gerir jafntefli
Sviss og Ungverjaland geta hvorugt komist í undanúrslit né spilað um 5.sætið.