Alfreð Gíslason (Swen Pförtner / dpa Picture-Alliance via AFP)
Miðju leikir dagsins á lokadegi milliriðla á Evrópumeistaramótinu sem er haldið í Danmörku, Noregi og Svíþjóð voru að ljúka er leikið var í milliriðlum eitt og tvö. Miðju leikur dagsins í milliriðli eitt var þegar Þýskaland tók á móti Frakklandi. Þar sem Þýskaland sigraði með 4 mörkum í markaleik 38-34. Hálfleikstölur voru 19-15. Miðju leikur dagsins í milliriðli tvö var þegar Króatía mætti Ungverjalandi í spennutrylli, þar sem Króatar sigruðu 27-25 þar sem hálfleikstölur voru 13-15. Þessi úrslit þýða að Króatar verða á toppi milliriðils tvö og fyrir Þjóðverja þýðir þetta að þeir enda í öðru sæti milliriðils eitt. Úrslit dagsins: Þýskaland-Frakkland 38-34 Króatía-Ungverjaland 27-25

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.