Gísli Þorgeir Kristjánsson (Johan Nilsson / AFP)
Gísli Þorgeir Kristjánsson var í viðtali í EM Stofunni á RÚV beint eftir sigur Íslands gegn Slóveníu sem tryggði Íslandi sæti í undanúrslit Evrópumótsins sem fer fram í Herning í Danmörku á föstudaginn. ,,Maður er ekkert eðlilega glaður. Maður er þakklátur. Maður var svo djúpt niðri eftir Sviss leikinn og hausinn var alveg fyrir neðan allar hellur. Síðan þegar við fáum þetta tækifæri eftir jafntefli Ungverja og Svía, þá hugsuðum við að við ætluðum ekki að láta þetta tækifæri renna okkur úr greipum. Þvílíkur leikur og það var allt til alls. Ég er svo glaður,” sagði Gísli Þorgeir meðal annars. Kári Kristján spurði hann út í það, hvernig skrokkurinn væri þessa stundina? ,,Skrokkurinn er fínn. Ég er meira þar, afhverju að fara ekki alla leið? Við getum unnið hvaða lið sem er. Þetta verður erfitt verkefni í Herning en afhverju ekki go for it?”

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.