Hannes Jón hættir hjá Alpla Hard
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Hannes Jón Jónsson (Harald Dostal / AFP)

Hannes Jón Jónsson hættir sem þjálfari austurríska úrvalsdeildarliðsins, Alpla Hard frá og með næsta sumri. Þetta tilkynnti félagið nú rétt í þessu.

Samningur Hannesar við Alpla Hard sem hann skrifaði undir fyrir ári síðan rennur út næsta sumar.

Hannes Jón tók við Alpla Hard sumarið 2021 eftir að hafa verið þjálfari í nærri tvö ár hjá Bietigheim í Þýskalandi. Þjálfaraferillinn hófst hjá West Wien árið 2015 þar sem hann var þjálfari í fjögur ár en fyrsta árið var hann spilandi þjálfari West Wien í Austurríki.

Hjá Alpla Hard leika tveir Íslendingar, þeir Tumi Steinn Rúnarsson og Tryggvi Garðar Jónsson sem gekk í raðir félagsins frá Íslands- og bikarmeisturum Fram síðasta sumar.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top