
Óðinn Þór Ríkharðsson (JOHAN NILSSON / TT NYHETSBYRÅN / TT News Agency via AFP)
Ísland og Slóvenía mætast í síðasta leik Íslands í milliriðli en leikurinn hefst klukkan 14:30 og sigur Íslands tryggir sæti í undanúrslitum Evrópumótsins. Leikurinn verður í beinn útsendingu á RÚV og upphitun hefst klukkan 13:45. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari, hefur opinberað hópinn sem mun leika leikinn í dag og er hópurinn sá sami og í gær. Arnór Atlason tilkynnti fyrir skömmu að Haukur Þrastarson væri tæpur og það yrði tekin ákvörðun með hann rétt fyrir leik. Haukur verður hinsvegar í hópnum. Elvar Ásgeirsson og Andri Már Rúnarsson verða fyrir utan hóp. Hópurinn gegn Slóveníu: Markmenn: Aðrir leikmenn:
Björgvin Páll Gústavsson, Valur (292/26)
Viktor Gísli Hallgrímsson, FC Barcelona (80/2)
Arnar Freyr Arnarsson, Melsungen (113/119)
Bjarki Már Elísson, Veszprém (134/438)
Einar Þorsteinn Ólafsson, Hamburg (31/8)
Elliði Snær Viðarsson, Gummersbach (70/157)
Gísli Þorgeir Kristjánsson, Magdeburg (81/195)
Haukur Þrastarson, Rhein-Neckar Löwen (53/74)
Janus Daði Smárason, Pick Szeged (106/195)
Orri Freyr Þorkelsson, Sporting (39/131)
Óðinn Þór Ríkharðsson, Kadetten Schaffhausen (64/200)
Ómar Ingi Magnússon, Magdeburg (100/371)
Teitur Örn Einarsson, Gummersbach (54/47)
Viggó Kristjánsson, Erlangen (79/246)
Ýmir Örn Gíslason, Göppingen (114/48)
Þorsteinn Leó Gunnarsson, Porto (22/39)

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.