Leiktími Íslands í undanúrslitunum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ísland fans (Johan Nilsson/TT / TT NEWS AGENCY / AFP)

Ísland mætir Danmörku í undanúrslitum Evrópumótsins á föstudagskvöldið klukkan 19:30 í Herning. Um er að ræða síðari undanúrslitaleikurinn.

Fyrri undanúrslitaleikurinn er leikur á milli Þýskalands og Króatíu en sá leikur hefst klukkan 16:45.

Ísland lenti í 2.sæti í sínum milliriðli og mæta því Danmörku sem unnu sinn milliriðil. Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Króatíu unnu milliriðilinn með Íslandi og mæta Alfreði Gíslasyni og strákunum hans í þýska landsliðinu.

Portúgal og Svíþjóð mætast í leik um 5.sætið klukkan 14:00 á föstudaginn. Allir leikirnir fara fram í Herning í Danmörku.

Arena er heimavöllur Handkastsins á EM og hægt er að panta borð hér.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top