Juri Knorr (Sina Schuldt / dpa Picture-Alliance via AFP)
Það er komið að úrslitastundu í milliriðlum Evrópumótsins. Allir sex leikir dagsins í milliriðlum Evrópumótsins verða sýndir í beinni á RÚV eða RÚV 2 í dag. Sex þjóðir berjast um þrjú laus sæti í undanúrslitum Evrópumótsins sem fara fram í Herning í Danmörku á föstudaginn. Í milliriðli 1 er Danmörk nú þegar búið að tryggja sér sæti í undanúrslitum keppninnar en hreinn úrslitaleikur um hitt lausa sætið fer fram klukkan 17:00 þegar Þýskaland og Frakkland mætast. Þjóðverjum dugar jafntefli til að komast áfram í undanúrslit. Í milliriðli 2 eru fjögur lið sem eiga möguleika á sæti í undanúrslitum. Ísland og Króatía eru í bílstjórasætinu fyrir leiki dagsins og dugar að vinna sína leiki til að komast í undanúrslit. Misstígi Ísland eða Króatía sig í leikjum dagsins, þá dugar Svíum að vinna Sviss til að tryggja sér sæti í undanúrslitum. Slóvenía á síðan ennþá möguleika á sæti í undanúrslitum en til þess þurfa þeir að vinna Ísland og treysta á að Sviss vinni Svíþjóð í lokaleik dagsins. 14:30 Slóvenía - Ísland (RÚV)Leikjadagskrá dagsins:
14:30 Spánn - Portúgal (RÚV 2)
17:00 Króatía - Ungverjaland (RÚV)
17:00 Þýskaland - Frakkland (RÚV 2)
19:30 Danmörk - Noregur (RÚV 2)
19:30 Sviss - Svíþjóð (ruv.is og RÚV appið)

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.