Þetta hefur verið svakalegur rússibani og miklar tilfinningar
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Snorri Steinn Guðjónsson (Johan Nilsson/TT / TT NEWS AGENCY / AFP) / Sweden OUT / SWEDEN OUT

Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari Íslands var í viðtali við Eddu Sif Pálsdóttur í beinni á RÚV eftir sigur Íslands gegn Slóveníu sem tryggði íslenska landsliðinu í undanúrslit Evrópumótsins.

Íslenska landsliðið er þar með komið í hóp fjögurra bestu þjóða Evrópu í fyrsta sinn síðan á EM 2010.

,,Mér líður mjög vel. Það er erfitt að lýsa þessu og ég veit ekki hvað ég á að segja. Ég er stoltur en þetta hefur verið erfitt og svakalegur rússibani og miklar tilfinningar. Heilt yfir er frábært að vera komið í undanúrslit og yfirleitt er það frábær frammistaða sem skilar liðum svona langt.”

Hvað var það sem skilaði þessum átta marka sigri í dag?

,,Risa frammistöður hjá sumum leikmönnum og liðsheildin frábær. Við vorum líkir sjálfum okkur og mér leið ágætlega á þjálfaraskalanum. Sóknarleikurinn var frábær, við klikkuðum mörgum dauðafærum en þetta blessaðist.”

Hvernig eru næstu sólarhringar hjá þér?

,,Eins og allir hinir. Ég þarf að ná mér niður og sjá hverjum við fáum og byrja undirbúa það. Það er ferðadagur á morgun, þetta er ekkert öðruvísi en hitt þó að sviðið sé stærra.”

Snorri Steinn og Arnór Atlason hafa báðir leikið til undanúrslita með íslenska landsliðinu sem leikmenn.

,,Það er svo langt síðan, ég veit ekki hvort við förum að rifja það upp. Það er fullt af leikmönnum sem hafa upplifað risastóra leiki en nýtt fyrir okkur í landsliðinu að ná þessum áfanga. Það verða aðrar þjóðir með meiri reynslu en við en við breytum því ekki. Við njótum þess aðeins núna en eins og áður förum við í fókus fljótlega og verðum örugglega leiðinlegir í viðtölum á morgun.”

Hvert er næsta markmið?

,,Slökum aðeins á. Næsta markmið er að njóta þessara stundar og síðan skal ég svara þessu á morgun,” sagði Snorri Steinn að lokum í viðtali við Eddu Sif í beinni frá Malmö.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top