Janus Daði Smárason (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)
Viktor Gísli Hallgrímsson, Orri Freyr Þorkelsson, Gísli Þorgeir Kristjánsson, Ómar Ingi Magnússon og Óðinn Þór Ríkharðsson eru allir tilnefndir af EHF yfir leikmenn sem hægt er að kjósa í úrvalslið Evrópumótsins. Íslenska landsliðið er komið í undanúrslit mótsins og mætir Danmörku í undanúrslitum í Herning annað kvöld klukkan 19:30. Þýskaland og Króatía mætast í hinum undanúrslitaleiknum á sama stað klukkan 17:00 á morgun. Hægt er að kjósa í úrvalslið mótsins á vef Evrópusambandsins en kosningin stendur til 23:59 á laugardagskvöldið. Ísland er með flestar tilnefningar ásamt Danmörku, Þýskalandi, Frakklandi og Noregi sem öll eiga fimm leikmenn á listanum. Króatía, Slóvenía, Spánn og Portúgal eiga einnig leikmenn sem tilnefndir eru.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.