Kominn aftur heim – Þarf mikið til svo ég fari aftur út
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Grétar Ari Guðjónsson (Haukar)

Það voru heldur betur óvænt tíðindi sem bárust frá Ásvöllum í Hafnarfirði í morgun þegar Grétar Ari Guðjónsson var kynntur sem leikmaður Hauka í Olís-deild karla.

Grétar Ari gengur í raðir Hauka frá gríska liðinu AEK en hann gekk í raðir félagsins í sumar eftir fimm ára dvöl í Frakklandi. Þar áður lék hann með Haukum.

,,Það er pínu skrítið að vera kominn heim verð ég að segja. Ég var náttúrulega með tveggja ára samning úti í Grikklandi og var ekki beint tilbúinn í þetta en engu að síður líka mjög góð tilfinning og þæginlegt að þetta sé lendingin," sagði Grétar Ari í samtali við Handkastið fyrr í dag sem kemur til uppeldisfélagsins eftir fimm og hálft ár í atvinnumennsku.

Hefur hann fylgst eitthvað með íslenska boltanum á meðan hann var úti?

,,Nei ég get ekki sagt það. Auðvitað fylgist maður alltaf með því helsta sem er farið yfir á fréttamiðlum en ekkert meira en það," sagði Grétar sem er fullur tilhlökkunar fyrir tímabilinu sem framundan er með Haukum eftir EM-pásuna en Olís-deildin fer af stað aftur í næstu viku.

Haukar eru í 3.sæti Olís-deildarinnar með 22 stig, tveimur stigum á eftir Val sem er á toppi deildarinnar. Grétar vildi ekki fara nánar út í þær ástæður afhverju hann ákveður að koma heim á þessari stundu.

,,Það er ekki beint á planinu hjá mér akkúrat núna að fara aftur út eftir tímabilið en ég ætla ekki að útiloka neitt strax. En það þyrfti mikil til svo að ég færi aftur út," sagði Grétar Ari en það má gera ráð fyrir honum í eldlínunni með Haukum strax í næstu viku er liðið mætir toppliði Vals í fyrstu umferð Olís-deildar karla á nýju ári.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top