Lykilatriði að hægja á Gidsel og Pytlick
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari (Sævar Jónasson)

,,Ég held að það séu allir sammála um það að síðustu ár er þetta besta landslið í heimi. Þeir sem hafa fylgst með handbolta eru sennilega allir sammála því. En það gerir verkefnið bara enn skemmtilegra fyrir vikið að fá að glíma við þá á þessu sviði á þeirra heimavelli," sagði Snorri Steinn Guðjónsson landsliðsþjálfari Íslands í samtali við Handkastið.

Snorri Steinn var í rútuferð ásamt Strákunum okkar á leið frá Malmö til Herning í Danmörku en þar fer fram úrslitahelgin á Evrópumótinu. Ísland mætir Danmörku klukkan 19:30 annað kvöld í undanúrslitum Evrópumótsins.

Hvað getur Snorri Steinn sagt um lið Danmerkur?

,,Það eru svakaleg gæði í þessu liði og margt sem þarf að skoða og fara yfir. En maður sér alveg að það eru einhver tækifæri gegn þeim hér og þar. Ég held að við séum með fullt í okkar liði og okkar leikstíl sem þeim líður ekkert frábærlega með  og við þurfum að nýta okkur það. En það er ljóst að það þurfa allir okkar leikmenn að skila inn góðri frammistöðu og ég held að við náum því þá getum við alveg verið þarna með Dönum."

Í liði Danmerkur eru tveir leikmenn sem virðast vera allt í öllu í sóknarleik liðsins. Við erum að tala um þá Simon Pytlick og Mathias Gidsel sem eru tveir af þremur markahæstu leikmönnum Evrópumótsins þegar farið er inn í úrslitahelgina.

Er eitthvað annað sem þarf að huga að heldur en að stöðva þá?

,,Auðvitað er eitthvað meira sem þarf að huga að, en þetta eru mennirnir sem bera þungann í þeirra sóknarleik og það er alveg á hreinu að ef við leyfum þeim að leika lausum hala og gera það sem þeim sýnist þá held ég að við verðum fljótir að koma okkur í eitthvað vesen. Ég er ekkert endilega viss um að við náum að stoppa þá. Ef við horfum til dæmis á Gidsel í þýsku úrvalsdeildinni, þar er hann oft á tíðum eins og hann sé óstöðvandi. En við verðum að lágmarka ákveðin atriði og halda þeim í skefjum en það kæmi mér á óvart ef hvorugur þeirra skori mark á morgun. Lykilatriði að mínu mati verður að hægja á þeim í þeirra sóknarleik.”

Arena er heimavöllur Handkastsins á EM. Hægt er að bóka borð fyrir leiki Íslands um helgina á Arena hér.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top