
Sunna Jónsdóttir (Sævar Jónasson)
Fram vann virkilega mikilvægan sigur fyrir norðan gegn nýliðum KA/Þórs í síðustu umferð Olís-deildar kvenna með eins marks sigri. Mikilvægur hlekkur í liði Fram í leiknum var að mati Handboltahallarinnar, Sunna Jónsdóttir en Handboltahöllin er sýnd í opinni dagskrá öll mánudagskvöld í Sjónvarpi Símans. Þar var varnarframmistaða Sunnu í sigrinum gegn KA/Þór rædd og talaði Einar Ingi Hrafnsson meðal annars um reynsluna og öryggið sem hún kemur með inn í liðið þrátt fyrir að hún virðist vera missa af leikjum með Fram liðinu vegna persónulegrar ástæðna. Rakel Dögg Bragadóttir tók undir þau orð Einars og bendir á að hún gerir einnig aðra leikmenn í kringum sig í Fram liðinu betri. ,,Maður sér mun á því þegar hún er inn í varnarleiknum eða ekki." Heil umferð fer fram í Olís-deild kvenna í kvöld. 18:00 ÍBV - Fram
18:30 Haukar - ÍR
19:00 KA/Þór - Stjarnan
19:30 Selfoss - Valur

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.