Ásdís Guðmundsdóttir (Sævar Jónasson)
ÍBV tók á móti Fram í fyrsta leik í 15.umferð Olís deildar kvenna í Vestmannaeyjum í dag. Mikið jafnræði var með liðinum í upphafi leiksins en voru Eyjakonur alltaf skrefinu á undan Fram. ÍBV fóru illa á ráði sínu í fyrri hálfleik og klúðruðu 2 vítaköstum en Ethel Gyða markmaður Fram var í miklum ham í markinu í dag. Þrátt fyrir öll þessi klúðruðu víti þá leiddu ÍBV 20-18 í hálfleik og gátu Frammarar þakkað Ethal Gyðu fyrir að munurinn væri ekki meiri. ÍBV voru alltaf skrefinu á undan í síðari hálfleik og virtist allt stefna í öruggan sigur hjá þeim þegar 5 mínútur voru eftir af leiknum og Fram voru einum færri. Þá tók Ethel Gyða sig til og varði víti frá Söndru Erlingsdóttir og Fram komst aftur inn í leikinn og var leikurinn jafn 31-31 þegar 15 sekúndur voru eftir. Eyjakonur tóku leikhlé og úr því skoraði Kristrún Ósk sigurmark ÍBV úr vinstra horninu þegar leikklukkan rann út og ÍBV komst aftur á sigurbraut eftir tap gegn Val um helgina. Birna Berg Haraldsdóttir var markahæst í liði ÍBV í kvöld með 10 mörk en hjá Fram var Valgerður Arnalds markahæst með 7 mörk. Ethel Gyða Bjarnasen fór eins og áður sagði á kostum í marki Fram í kvöld og varði 22 skot og þar af 3 víti og gerði allt sem í hennar valdi stóð til að fara með stig frá Vestmannaeyjum í kvöld.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.