Tinna Valgerður Gísladóttir (Egill Bjarni Friðjónsson)
KA/Þór tók á móti Stjörnunni í 15.umferð Olís deildar kvenna á Akureyri í kvöld. Liðin voru í sjötta og sjöunda sæti fyrir leiki kvöldsins en Stjarnan er í harðri fallbaráttu við Selfoss meðan KA/þór siglir lygnan sjó. Jafnræði var með liðunum í upphafi leiksins en um miðbið fyrri hálfleiks náðu KA/Þór fjögurra marka forskoti í 12-8 sem Stjarnan náði fljótt að minnka niður aftur í eitt mark. KA/Þór leiddi þá með þrem mörkum í hálfleik 16-13. Stjarnan náði að jafna leikinn um miðbik síðari hálfleiks en KA/Þór náði aftur góðu forskoti og vann að lokum góðan þriggja marka sigur 29-26. Susanne Denise Pettersen var markahæst í liði KA/Þór í kvöld með 7 mörk en hjá Stjörnunni var Eva Björk Davíðsdóttir markahæst með 7 mörk.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.