Staðan á Strákunum okkar góð fyrir undanúrslitaleikinn
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ísland (Johan Nilsson/TT /AFP)

Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari íslenska landsliðsins var í rútuferð ásamt Strákunum okkar á leið frá Malmö til Herning í Danmörku þegar Handkastið sló á þráðinn og heyrði í honum í morgun. Framundan er undanúrslitaleikur gegn Danmörku á þeirra heimavelli í Herning, annað kvöld klukkan 19:30.

Íslenska liðið tryggði sér inn í undanúrslitin með átta marka sigri á Slóveníu í lokaleik milliriðilsins í gær. Hvað tók við hjá liðinu eftir leikinn?

,,Menn voru eðlilega hátt uppi og það var allt í lagi. Við erum með marga leikmenn sem hafa beðið eftir þessu lengi. Síðan tók við þetta hefðbundna við og menn fóru í meðhöndlun og reyna ná sér niður og hefja undirbúning fyrir næsta verkefni,” sagði Snorri Steinn í samtali við Handkastið.

En hvernig er staðan á leikmannahópnum heilt yfir fyrir þessa síðustu tvo risa leiki sem framundan eru á Evrópumótinu?

,,Ef ég spyr strákana þá segjast þeir allir vera frábærir - þeir munu alltaf koma til með að ljúga að mér. Það er alltaf þannig þegar þú ert kominn svona langt inn í stórmót að menn séu laskaðir. Fyrir utan Elvar er engin alvarleg meiðsli að hrjá hópnum. Ég held að þetta verði ekkert vandamál í leiknum gegn Danmörku. Þetta er bara þreyta sem er eðlileg á þessum tímapunkti og eitthvað sem við þurfum að vera meðvitaðir um og við þurfum að huga að því að stjórna álaginu eins og við getum.”

Mikið álag hefur verið á Óðni Þór Ríkharðssyni í hægra horninu hjá íslenska liðinu á mótinu en hann lék 58 mínútur gegn Slóveníu í gær.

,,Óðinn er merkilega ferskur og maður sér ekki á honum. Ég hefði hæglega getað hvílt leikmenn eitthvað aðeins meira hér og þar en Elliði var til dæmis frábær í gær og Ómar átti sinn langbesta leik en á sama tíma fékk Viggó hvíld í staðin,” sagði Snorri sem segist ekkert vera velta þessu fyrir sér núna. Núna væri fókusinn á næsta verkefni og það er risa verkefni gegn fjórföldum heimsmeisturum Danmerkur.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top