wValur (Egill Bjarni Friðjónsson)
Selfoss tók á móti Val í síðasta leik 15.umferð Olís deildar kvenna í kvöld á Selfossi. Valur var á toppi deildinnar fyrir leik meðan Selfoss voru á botni deildinnar og fyrirfram var búist við ójöfnum leik. Valskonur tóku strax undirtökin í upphafi leiks og sást fljótlega í hvað stefndi. Bæði lið skoruðu lítið í upphafi leiks og var staðan einungis 3-7 eftir um 20 mínútna leik en Hafdís Renötudóttir var í miklu stuði í marki Valskvenna eins og vanalega og varði hún 57% skotanna sem komu á hana í kvöld. Staðan í hálfleik var 6-13 gestunum í vil. Það sama var upp á teningnum í síðari hálfleik og unnu Valskonur þægilegan 12 marka sigur, 20-32 og fóru aftur tveim stigum á undan ÍBV á toppi deildarinnar. Hulda Dís Þrastardóttir var markahæst með 5 mörk og hjá Val var Þórey Anna Ásgeirsdóttir markahæst með 8 mörk.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.