Einkunnir Íslands: Tap í hörkuleik gegn Dönum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

 (Instagram)

Ísland laut lægra haldi gegn Dönum í Herning í Danmörku í kvöld eftir hörkuleik, leikurinn var mjög jafn framan en Danir náðu smá forystu þegar lítið var eftir sem Ísland náði ekki að minnka nægilega niður eða jafna.

Næsta verkefni er þriðja sætis leikur á sunnudaginn gegn Króötum klukkan 14:15. Þar er ekkert annað í stöðunni en að enda gott mót á bronsi.

Ómar Ingi Magnússon var flottur í kvöld, þá sérstaklega í byrjun leiks og fyrri hálfleik á meðan Janus Daði Smárason tók við boltanum í síðari hálfleiknum og dró vagninn fyrir liðið á löngum köflum.

Orri Freyr Þorkelsson var flottur á vítalínunni framan af og Elliði Snær Viðarsson skoraði nokkur mikilvæg mörk eða skilaði vítakasti. Gísli Þorgeir reyndi og reyndi en fékk ekki mikla aðstoð frá dómurum leiksins en hann fékk töluvert minna af vítaköstum en hann hafði fengið áður í mótinu.

Elliði og Ýmir áttu fínan leik varnarlega en því miður reyndist það ekki nóg gegn ógnarsterkum sóknarleik Dana. Viktor Gísli Hallgrímsson átti erfitt uppdráttar í markinu og hann veit það manna best að hann á mikið inni.

Einkunnir Íslands má sjá hér:

Björgvin Páll Gústavsson - 4

Viktor Gísli Hallgrímsson - 3

Arnar Freyr Arnarsson - spilaði of lítið

Bjarki Már Elísson - spilaði ekkert

Einar Þorsteinn Ólafsson - spilaði of lítið

Elliði Snær Viðarsson - 7

Gísli Þorgeir Kristjánsson - 7

Haukur Þrastarson - 6

Janus Daði Smárason - 9

Orri Freyr Þorkelsson - 8

Óðinn Þór Ríkharðsson - 6

Ómar Ingi Magnússon - 9

Teitur Örn Einarsson - spilaði of lítið

Viggó Kristjánsson - 6

Ýmir Örn Gíslason - 6

Þorsteinn Leó Gunnarsson - spilaði ekkert

10 - Óaðfinnanleg frammistaða
9 - Frábær frammistaða
8 - Mjög góður
7 - Góður
6 - Ágætur
5 - Þokkalegur
4 - Lélegur
3 - Mjög lélegur
2 - Arfa slakur
1 - Óboðleg frammistaða

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top