Andrea Gunnlaugsdóttir (Eyjólfur Garðarsson)
Í dag mættust Afturelding og Grótta í Mosfellsbæ í Grill 66 deild kvenna.
Grótta mætti frábærlega til leiks og komust strax í 4-0. Eftir korters leik var staðan 5-10. Áfram héldu Gróttu stelpur á bensíngjöfinni og fóru þær með forskotið 12-17 inn í hálfleikinn.
Í seinni hálfleik slakaði Grótta ekkert á klónni. Eftir korter var staðan 19-26. Fór það svo að lokum að leikurinn endaði 22-33 fyrir Gróttu. Þessi sigur hjá þeim var aldrei í hættu. Örugg 2 stig á Nesið.
Þær gefa ekkert eftir í toppbaráttunni við HK. Æsispennandi slagur milli þessarar 2 liða allt til enda væntanlega.
Hjá Aftureldingu var Katrín Helga Davíðsdóttir markahæst með 13 mörk. Ingibjörg Gróa Guðmundsdóttir varði 7 skot.
Hjá Gróttu var Karlotta Kjerúlf og Katrín Scheving markahæstar með 7 mörk. Markvarslan skilaði þeim 6 boltum vörðum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.