Stefanía með 10 mörk í öruggum sigri Fjölnis
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Gunnar Valur Arason (Sævar Jónasson)

Í dag mættust Fjölnir og Valur 2 í Egilshöll í Grill 66 deild kvenna.

Lengi vel í fyrri hálfleik var leikurinn jafn og sveiflukenndur. Síðustu 10 mínúturnar í fyrri hálfleik slitu Fjölnis stelpur sig frá Val og fóru inn til búningsherbergja með stöðuna 18-13 í hálfleik.

Í seinni hálfleik náðu Vals stelpur aldrei að ógna Fjölni að neinu ráði. Fjölnis stelpur sigldu þessu vel og örugglega heim. Lokatölur urðu 30-23 fyrir Fjölni.

Hjá Fjölni varði Signý Pála 11 skot og Stefanía Ósk Engilbertsdóttir skoraði 10 mörk.

Hjá Val 2 var Elísabet Millý með 7 skot varin. Sara Lind Fróðadóttir skoraði 7 mörk.

Sjáðu stöðuna í deildinni.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top