Hetjuleg barátta strákanna okkar dugði ekki – Spilum um bronsið
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ísland (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)

Ísland tapaði í kvöld fyrir heimamönnum í Danmörku, 31-28, í seinni undanútslitaleik Evrópumótsins en strákarnir okkar stóðu sig ein og hetjur og það var helling jákvætt í leik Ísland í dag og fer þessi leikur í reynslubankann fyrir þessa stráka.

Ísland byrjaði betur og komst þremur mörkum yfir snemma leiks en Danir komu til baka og Danir voru yfir með einu í hálfleik 14-13. Reynsla Danmerkur silgdi þessu í lokin en strákarnir misstu Danina aldrei meira en fjórum mörkum framúr sem er gott gegn margföldum heimsmeisturum Danmerkur. Viktor Gísli hefði mátt verja fleiri bolta og vítin hefðu mátt fara betur.

Janus Daði Smárason átti stjörnuleik en hann skoraði átta mörk. Orri Freyr Þorkelsson skoraði sjö. Ómar Ingi Magnússon skoraði svo sex og aðrir minna.

Ísland mætir Króatíu á sunnudag og fresitar þess að vinna sín þriðju verðlaun á stórmóti.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top