Viggó Kristjánsson (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)
Íslenska landsliðið hefur skorað næst flest mörk allra þjóða úr vítaköstum á Evrópumótinu áður en haldið er inn í úrslitahelgina sem fer fram í Herning um helgina. Ísland mætir Danmörku í undanúrslitum í kvöld klukkan 19:30 en Þýskaland og Króatía mætast í hinni viðureigninni. Ísland hefur skorað úr 34 vítum á mótinu í sjö leikjum og hafa átta víti farið forgörðum. Slóvenar hafa skorað flest mörk úr vítum á mótinu eð 37 talsins en þeir hafa lokið keppni á mótinu. Frakkar sem einnig hafa lokið keppni á mótinu skoruðu úr 27 af 29 vítum þeirra á mótinu sem gerir 93% vítanýtingu sem er ekki allra að framkvæma. Danir sem verða mótherjar Íslands í Herning í kvöld hafa skorað 25 mörk úr 33 vítaköstum sínum á mótinu hingað til.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.